Margrét Sverrisdóttir fæddist 22. nóvember 1961. Hún lést 17. október 2024.
Útför hennar fór fram 31. október 2024.
Margrét hringdi í mig fyrir 27 árum til að komast að því hver ég væri, nafnið fann fjölskyldan í símanúmerabók Fannars bróður hennar sem var nýlátinn í listflugsslysi. Vildi hún kanna hver tengsl okkar væru. Fann í þessu fyrsta samtali okkar hve einstaklega geðþekk og hlý manneskja Margrét var. Nei, ég var ekki kærasta hans í leynum eins og þau héldu, heldur var bróðir hennar að koma á búddistaumræðufundi og kyrjanir heima hjá mér ásamt tveimur öðrum flugmönnum, vinum hans og fleira fólki. Margréti og foreldrum þeirra fannst það áhugaverðar fréttir því þetta áhugasvið þekktu þau ekki hjá honum. Allt fór á þann undarlega veg að ég flutti við útför Fannars stórbrotið ljóð, „Sólstafir“, eftir breskan flugmann.
...