Jólaboðið í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar snýr aftur á Stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu annað kvöld með nýjum leikhópi. „Sýningin er sannkallaður konfektkassi fyrir leikarana sem fá að túlka ýmsar persónur innan sömu fjölskyldunnar sem heimsótt er reglulega á aðfangadag í 100 ár,“ segir í tilkynningu, en leikararnir átta sem skipta með sér fjölda hlutverka eru Ebba Katrín Finnsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Oddur Júlíusson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og Örn Árnason.
Sýningin, sem er innblásin af The Long Christmas Dinner eftir Thornton Wilder, var frumsýnd 2021 við góðar viðtökur og hefur síðan árlega snúið aftur á svið á aðventunni. Í verkinu býðst áhorfendum að fylgjast með sömu fjölskyldunni á ólíkum tímum. „Við upplifum með henni umrót heillar aldar og um leið vandræði fjölskyldunnar við að laga sig að breyttum háttum og
...