Fjárfesting Birtu lífeyrissjóðs í Controlant nemur aðeins um 0,3% af heildareignum sjóðsins. Haft er eftir framkvæmdastjóra sjóðsins að þar innanhúss sé mikil trú á framtíð og tækni Controlant.
Fjárfesting Birtu lífeyrissjóðs í Controlant nemur aðeins um 0,3% af heildareignum sjóðsins. Haft er eftir framkvæmdastjóra sjóðsins að þar innanhúss sé mikil trú á framtíð og tækni Controlant.

Nýsköpunarfyrirtækið Controlant tilkynnti í síðustu viku að það hefði lokið 35 milljóna dala fjármögnun. Hún samanstendur af 25 milljónum dala í formi nýs hlutafjár frá lífeyrissjóðunum Birtu, Gildi, Almenna og ýmsum einkafjárfestum ásamt 10 milljóna dala lánsfjármögnun frá Arion banka. Fjármögnunarferlið hefur staðið yfir frá því síðasta vor en líkt og ViðskiptaMogginn fjallaði ítarlega um á dögunum hefur Controlant glímt við mikla rekstrarerfiðleika að undanförnu og hefur gripið til umfangsmikilla hagræðingaraðgerða og sagt upp yfir annað hundrað starfsmönnum.

Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að Birta hafi tekið ákvörðun um að fjárfesta á þeim grundvelli að það sé vaxandi markaður fyrir þjónustu Controlant og fyrirtækið bjóði upp á framúrskarandi vöru.

Sölusamningar ekki fastir í hendi

...