Listakonan Ásta Kristín Knight Þorsteinsdóttir kallar fram minningar bernskunnar frá Borgarfirði eystra í verkum sínum sem nú eru til sýnis í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu í Reykjavík. Sýningin ber heitið (að) kveðja – kortlagning minninga og …
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Listakonan Ásta Kristín Knight Þorsteinsdóttir kallar fram minningar bernskunnar frá Borgarfirði eystra í verkum sínum sem nú eru til sýnis í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu í Reykjavík. Sýningin ber heitið (að) kveðja – kortlagning minninga og er um handofin textílverk að ræða.
Ásta Kristín útskrifaðist í vor af textílbraut Myndlistaskólans í Reykjavík. „Ég nota yfirleitt alls konar aðferðir í minni listsköpun en að undanförnu hef ég mest notað vefnaðinn til að gera myndverk. Sýningin beinir ljósi að því hvernig minningar og landslag geta tengst vissum stöðum,“ segir Ásta Kristín.
Skoðar hið smáa í landslaginu
„Ég ólst upp
...