— Morgunblaðið/Eggert

Íbúasamtök Grafarvogs efndu til fundar í gærkvöldi um fyrirhuguð þéttingaráform í Grafarvogi þar sem 5-600 manns voru samankomnir, þar á meðal allir frambjóðendur í Reykjavík norður ásamt borgarfulltrúum. Elísabet Gísladóttir formaður íbúasamtakanna sagði mætingu hafa farið langt fram úr væntingum og að ofboðsleg samstaða hefði verið á meðal íbúa Grafarvogs á fundinum.