Samkvæmt spá Arion greiningar munu hærri raunvextir og hert aðgengi að lánsfé leiða til raunverðslækkana á komandi misserum eins og áður hefur verið fjallað um á viðskiptasíðu Morgunblaðsins. Aftur á móti er útlit fyrir að eftirspurn eftir húsnæði muni aukast umfram framboð, sem endurspeglast í hækkandi hlutfalli íbúa á hverja íbúð.
Þá eru áhrif eftirspurnarskellsins sem varð við jarðhræringar á Reykjanesi að fjara út, en aukin innspýting í hlutdeildarlán undanfarið gæti haldið lífi í markaðinum.
Eftirspurn mun þó vaxa hraðar en framboð, sem mun dempa raunverðslækkanir á næsta ári og leiða til raunverðshækkana þegar lánaskilyrði vænkast. Þar af leiðandi er aðeins um tímabundna ládeyðu að ræða.
Verðtryggðu vextirnir stýri
Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Arion greiningu, segir í samtali
...