Ásta Fjeldsted forstjóri Festar er gestur í viðskiptahluta Dagmála.
Ásta Fjeldsted forstjóri Festar er gestur í viðskiptahluta Dagmála. — Morgunblaðið/Hallur Már

Í uppgjörskynningu Festar vegna þriðja ársfjórðungs þessa árs kom fram að Festi og rekstrarfélög þess (N1, ELKO, Krónan, Bakkinn vöruhótel og Yrkir fasteignafélag) hefðu fjölgað stöðugildum um 95 á milli ára þótt leiðrétt væri fyrir áhrifum Lyfju sem kom inn í reksturinn á fjórðungnum.

Spurð í viðskiptahluta Dagmála hvað skýri þessa miklu fjölgun stöðugilda segir Ásta Fjeldsted forstjóri Festar að það sé ýmislegt sem skýri það.

„Við höfum verið að opna á nýjum staðsetningum, meðal annars nýja bíla- og þjónustumiðstöð á Reykjanesi, ný útibú Íseyjar skyrbars og einnig hefur stöðugildum fjölgað í tengingu við útrás Snjallverslunar Krónunnar út á land,“ segir Ásta.

Hún bætir við að Festi hafi auk þess séð hag sinn í að fjölga stöðugildum til að fækka tímum sem starfsmenn vinna í yfirvinnu.

...