Vesturlönd verða að auka hernaðaraðstoð sína við Úkraínu. Ekki er nóg að útvega Úkraínumönnum vopn sem duga nær eingöngu til að verjast árásum Rússa. Tryggja verður afhendingu á vopnakerfum sem nýtast til sóknar
Bandamenn Frakklandsforseti (t.v.) heilsar framkvæmdastjóra NATO innilega fyrir fund þeirra í París.
Bandamenn Frakklandsforseti (t.v.) heilsar framkvæmdastjóra NATO innilega fyrir fund þeirra í París. — AFP/Ludovic Marin

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

Vesturlönd verða að auka hernaðaraðstoð sína við Úkraínu. Ekki er nóg að útvega Úkraínumönnum vopn sem duga nær eingöngu til að verjast árásum Rússa. Tryggja verður afhendingu á vopnakerfum sem nýtast til sóknar. Þetta segir Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO).

„Það þýðir ekki bara að halda þeim inni í slagnum. Við þurfum að þyngja róðurinn hjá Pútín [Rússlandsforseta] og vini hans, einræðisherranum [Kim Jong-un í Norður-Kóreu]. Og við gerum það með því að afhenda Úkraínu þau verkfæri sem nauðsynleg eru til að breyta gangi stríðsins,“ sagði Rutte við blaðamenn í París, en hann var þá á leið til fundar við Frakklandsforseta.

Spurður út í ástæðu fundarins svaraði Rutte:

...