75 ára Kristinn fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1949 og bjó fyrstu árin í Miðtúni 84, en fluttist í Kópavog árið 1955 og bjó á Víghólastíg 4 til 2002 og flutti þá í Salahverfi í Kópavogi. Eftir hefðbundna skólagöngu í Kópavogsskóla og…

75 ára Kristinn fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1949 og bjó fyrstu árin í Miðtúni 84, en fluttist í Kópavog árið 1955 og bjó á Víghólastíg 4 til 2002 og flutti þá í Salahverfi í Kópavogi. Eftir hefðbundna skólagöngu í Kópavogsskóla og Gagnfræðaskóla Kópavogs fór hann á sjó, fyrst á Esjuna í strandferðasiglingar og síðan í millilandasiglingar á Mælifellinu og síðan á Hofsjökli. Á sextánda ári fór hann í Matsveinaskólann en hætti og fór á samning í bifvélavirkjun hjá Ræsi og fékk sveinspróf 1970 og meistaragráðu 1973. Samhliða námi í bifvélavirkjun lærði hann að verða sýningarmaður við kvikmyndahús og öðlaðist réttindi 1971.

Kristinn stofnaði bifreiðaverkstæði með Brandi Sigurðssyni sem var til húsa á Víghólastíg 4, þar sem Eymundur faðir hans hafði verið með bílaréttingar frá 1955. Eftir að Brandur hætti starfaði Kristinn við bifreiðaviðgerðir og sem sýningarstjóri

...