Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, verður ekki með norska landsliðinu í knattspyrnu í leikjunum tveimur gegn Slóveníu og Kasakstan í B-deild Þjóðadeildar Evrópu. Ödegaard var kallaður inn í hópinn eftir að hafa verið utan hans þegar landsliðið var tilkynnt í síðustu viku. Hann er nýbúinn að jafna sig á ökklameiðslum og eftir að læknateymi Noregs skoðaði Ödegaard var ákveðið að senda hann aftur heim til Lundúna til frekari endurhæfingar.

Úrslitahelgi bikarkeppni karla og kvenna í handknattleik mun fara fram á Ásvöllum í Hafnarfirði, heimavelli Hauka, í febrúar og mars á næsta ári. ÍBR óskaði eftir því við HSÍ að bikarkeppninni yrði fundinn nýr leikstaður vegna þess hversu margir æfingatímar féllu niður meðan á úrslitahelginni stæði. HSÍ stóð þá fyrir útboði milli félaganna þar sem Haukar urðu að lokum fyrir valinu.

Dominic

...