Í kosningum skipta efnahagsmálin gjarnan mestu og komandi kosningar til Alþingis eru engin undantekning þar á. Margt gengur vel í efnahagsmálum hér á landi, ekki síst þegar borið er saman við lönd innan Evrópusambandsins, en kjósendur hafa þó skiljanlega áhyggjur af verðbólgu og þeim háu vöxtum sem henni hafa fylgt.
Nú horfir betur í þeim efnum, verðbólgan er á undanhaldi og vextirnir teknir að lækka, en hver skyldi vera helsta ástæða hinnar þrálátu verðbólgu? Stjórnarandstöðuflokkarnir, einkum Samfylking og Viðreisn, vilja skella skuldinni á ríkisstjórnina og þarf það svo sem ekki að koma á óvart í kosningabaráttu, en þar með er ekki sagt að það sé sanngjarnt.
Meginskýringin á verðbólgunni er afstaða meirihlutans í Reykjavík til húsnæðisuppbyggingar, sem valdið hefur lóða- og íbúðaskorti árum saman. Samfylkingin í Reykjavík í samvinnu
...