Ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtækið KPMG á Íslandi seldi fyrr í mánuðinum bókhalds- og launaþjónustuna Bókað til norska fjármála- og tæknifyrirtækisins ECIT AS. Söluverð er trúnaðarmál. Gert er ráð fyrir endanlegum frágangi viðskiptanna í ársbyrjun 2025. KPMG verður áfram hluthafi með 10% eignarhlut.
Bókað sinnir þjónustu við um 2.000 fyrirtæki og stofnanir um land allt.
Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri KPMG segir í samtali við ViðskiptaMoggann að salan sé hluti af stærri áformum. „Við höfum verið að vinna eftir stefnumörkun síðustu tvö árin sem byggist á markmiðum um að stækka á öllum sviðum. Það hefur gengið vel. Við höfum verið að auka hlutdeild okkar á markaði, tekjur hafa vaxið og félagið sömuleiðis,“ segir Hlynur.
Þrjú kjarnasvið eftir
Eftir
...