Erfitt er að spá fyrir um hvernig kosningarnar í febrúar fara en mörgum þykir líklegast að Scholz sé á leiðinni út.
Erfitt er að spá fyrir um hvernig kosningarnar í febrúar fara en mörgum þykir líklegast að Scholz sé á leiðinni út. — AFP/Ralf Hirschberger

Fyrir nokkrum árum skoðaði ég af fullri alvöru þann möguleika að setjast að í Þýskalandi.

Ég er svolítið þýskur inn við beinið (ófélagslyndur, alvörugefinn og bara hársbreidd frá því að vera á einhverfurófinu) og hef agalega gaman af bæði há- og lágmenningu Þýskalands. Fátt þykir mér líka betra en að spana eftir þýsku hraðbrautunum, og strudel gæti ég borðað í hvert mál.

Ekki þurfti samt mikla rannsóknarvinnu til að leiða í ljós að það væri lítið vit í því fyrir mig að flytja til Þýskalands. Þar þarf að greiða allt of mikið í skatta og skyldugreiðslur, dýrt að búa í stórborgunum og allt of mikið flækjustig á einföldustu hlutum. Þess utan getur hið daglega líf í Þýskalandi orðið svolítið litlaust: söfnin eru fögur og listasenan í blóma en göturnar eru auðar á daginn því allir eru svo önnum kafnir við að vinna, og ekkert sem heitir að slæpast

...