Landsliðsmaðurinn Dagur Dan Þórhallsson kann afar vel við sig í Flórída þar sem hann leikur með Orlando FC í bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta. Þar hefur hann spilað mjög vel að undanförnu og er liðið komið í undanúrslit Austurdeildarinnar í baráttunni um bandaríska meistaratitilinn
Fjölhæfur Hinn fjölhæfi Dagur Dan Þórhallsson er spenntur fyrir komandi leikjum með landsliðinu eftir óvænt kall inn í hópinn vegna meiðsla.
Fjölhæfur Hinn fjölhæfi Dagur Dan Þórhallsson er spenntur fyrir komandi leikjum með landsliðinu eftir óvænt kall inn í hópinn vegna meiðsla. — Morgunblaðið/Jóhann Ingi

Í Alicante

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Landsliðsmaðurinn Dagur Dan Þórhallsson kann afar vel við sig í Flórída þar sem hann leikur með Orlando FC í bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta. Þar hefur hann spilað mjög vel að undanförnu og er liðið komið í undanúrslit Austurdeildarinnar í baráttunni um bandaríska meistaratitilinn.

„Lífið er hrikalega gott í Flórída. Maður vaknar á morgnana og sér sólina úti og lífið verður betra, sérstaklega borið saman við skammdegið á Íslandi, sem getur verið ógeðslegt.

Það er vissulega mjög rakt þarna og sérstaklega á sumrin. Við reynum að æfa klukkan 8 á morgnana á sumrin til að vera lausir við mesta hitann og rakann,“ sagði Dagur í samtali

...