Njáll Trausti Friðbertsson
Njáll Trausti Friðbertsson

Ekki er útlit fyrir það að takist að afgreiða fjárlagafrumvarpið sem lög frá Alþingi fyrr en í næstu viku. Þetta staðfestir Njáll Trausti Friðbertsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, í samtali við Morgunblaðið. Áður hafði verið að því stefnt að ljúka málinu fyrir lok þessarar viku, en nú virðist ljóst að það tekst ekki.

Í síðustu viku var áformað að 2. umræða um frumvarpið færi fram á þingi í gær, en af því varð ekki.

„Málunum er að seinka. Við í fjárlaganefnd erum að bíða eftir að efnahags- og viðskiptanefnd klári bandorminn og þegar hennar vinnu lýkur getum við farið í að vinna í því máli,“ segir Njáll Trausti og kveðst vonast til þess að af því geti mögulega orðið í dag, miðvikudag. Þá sé hugsanlegt að fjárlaganefnd geti klárað nefndarálit sitt fyrir 2. umræðu í

...