Eftir kosningasigur Donalds Trumps í Bandaríkjunum virðist ljóst að náttúruverndarsinnar og sjónarmið þeirra eigi ekki upp á pallborðið þar í landi lengur. Þar verður ekki lengur hægt að fórna orkuöryggi fyrir illa útfærð verndarsjónarmið náttúrunnar, nokkuð sem gert var í Alaska.
Stjórnmálamenn hafa sýnt það í gegnum árin og kannski einna helst síðustu vikur að þeim er illa treystandi til að stika leiðina til framtíðar, óstuddir hið minnsta. Markaðurinn sér betur um þetta sjálfur og endurmetur markmið og áætlanir stöðugt. Því sem ekki gengur er hætt og aðilar sem standa sig illa kvaddir.
Kílómetragjald á ökutæki og boðað bann við sölu á bensín- og dísilbílum er gott dæmi um misskilda umhverfisstefnu. Ríkisfyrirtækið Skatturinn sendir út bréf til eigenda ökutækja sem ganga fyrir þessum orkugjöfum og tilkynnir þeim að nú þurfi að skrá kílómetrastöðu ökutækisins. Þingið er
...