María Margrét Jóhannsdóttir
Eftir því sem árin færast yfir þá fennir yfir margt. Stundum er það blessun en oft mega minningar um það fyndna lifa ögn lengur. Þökk sé samfélagsmiðlum og auknum einbeitingarskorti almennings þá fáum við minningarnar matreiddar í stuttum myndskeiðum sem gerir okkur kleift að rifja upp það besta frá fyrri tíð. Þættir á borð við Seinfeld hafa t.d. gengið í endurnýjun lífdaga en að undanförnu hefur streymi undirritaðrar fyllst af myndskeiðum af George Costanza sem leikinn er af Jason Alexander. Costanza er svo fullkomlega ómögulegur en býr samt yfir sammannlegum breyskleika sem allir tengja við. Erfitt er að fanga fyndni Costanza með orðum enda er það túlkun leikarans sem á stóran þátt í því hvernig brandarinn kemst til skila. Það geta til dæmis allir tengt við það þegar hann talar um hvað skilnaður hefur slæm áhrif á börn en bendir um
...