Áform Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar í Spursmálum.
Áform Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar í Spursmálum. — Morgunblaðið/María Matthíasdóttir

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn standa við þær fyrirætlanir að auka raforkuframleiðslu á Íslandi um 5 TWs á ári. Það jafngildir tæplega 25% aukningu frá því sem nú er. Þetta vill hún gera á rúmum áratug, eða fram að árinu 2035. Kristrún vill ekki tiltaka einstaka virkjanir en segir að líta þurfi til vatnsafls, jarðhita og vinds í því sambandi.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali í nýjasta þætti Spursmála en þar hafnar Kristrún því að Samfylkingin vilji hækka tekjuskatt á einstaklinga. Hún vill aftur á móti tvöfalda auðlindagjald á sjávarútveginn. » 4