Skáldsaga Eldri konur ★★★★· Eftir Evu Rún Snorradóttur. Benedikt, 2024. Innbundin, 160 bls.
Bækur
Snædís
Björnsdóttir
Eva Rún Snorradóttir er eftirtektarvert skáld sem á undanförnum árum hefur sent frá sér áræðin og óvanaleg verk. Nýjasta bók hennar Eldri konur er þar engin undantekning.
Meðal fyrri bóka Evu Rúnar eru Óskilamunir, sem Morgunblaðið útnefndi skáldverk ársins 2021, og ljóðabókin Fræ sem frjóvga myrkrið sem hlaut ljóðaverðlaunin Maístjörnuna árið 2018. Eva Rún er einnig sviðshöfundur og vakti leikverk hennar Góða ferð inn í gömul sár til að mynda verðskuldaða athygli þegar það var sett upp í Borgarleikhúsinu á síðasta ári. Verk Evu Rúnar eiga það sameiginlegt að vera tilraunakennd og tvinna saman ólíka miðla, svo sem texta og myndir.
...