Ekki er hægt að segja neitt um ástæðu brunans mikla sem kom upp í Børsen-byggingunni í Kaupmannahöfn hinn 16. apríl sl. Glæpsamlegt athæfi er þó útilokað. Þetta er niðurstaða rannsóknar lögreglu, en hún var kynnt almenningi í gær.
„Það var ekki hægt að fullyrða neitt um orsök brunans í gömlu kauphöllinni. Það er ekkert sem bendir til þess að bruninn sé afleiðing glæpsamlegrar hegðunar,“ segir í yfirlýsingu lögreglu, en rannsókn stóð yfir í nærri sjö mánuði. Á þeim tíma hefur lögregla m.a. rætt við fjölmörg vitni, farið yfir myndefni úr öryggismyndavélum, stundað vettvangsrannsóknir og ráðfært sig við ólíka sérfræðinga.
Drekarnir féllu brennandi
Ljóst er að bruninn var mikið áfall fyrir dönsku þjóðina enda var Børsen eitt helsta kennileiti Kaupmannahafnar. Á toppi hennar stóð stór og
...