Hættur Ísak Máni Wium er hættur þjálfun karlaliðs ÍR í körfubolta.
Hættur Ísak Máni Wium er hættur þjálfun karlaliðs ÍR í körfubolta. — Morgunblaðið/Eggert

Ísak Máni Wium hefur látið af störfum sem þjálfari karlaliðs ÍR í körfuknattleik að eigin frumkvæði en hann tók við liðinu í apríl árið 2022. Hann verður þó áfram yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Baldur Már Stefánsson, sem hefur verið aðstoðarþjálfari Ísaks, mun stýra liðinu gegn Njarðvík á föstudaginn kemur.

ÍR, sem er nýliði í úrvalsdeildinni, er án stiga í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar eftir fyrstu sex umferðir tímabilsins.