Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka verður með erindi á fundi Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu á fimmtudaginn en yfirskrift fundarins er Leiðir til að lækka vexti. Í þeim efnum leggur Benedikt áherslu á að endurskoða þurfi hið svokallaða Íslandsálag og bæta umhverfi íslenskra fyrirtækja almennt.
„Íslandsálagið er hugtak sem notað hefur verið yfir séríslenskar álögur á fjármálafyrirtæki eins og hærri eiginfjárkröfur, hærri skatta og aðrar álögur eins og bindiskyldu. Allt eykur þetta kostnað hjá bönkunum og getur leitt til hærri vaxta. Við þetta bætist náttúrulega smæð markaðarins en við erum að reka minnstu kerfislega mikilvægu fjármálastofnanir í Evrópu og það kostar. Þær lúta til að mynda sama flókna regluverki og miklu stærri fyrirtæki í Evrópu,“ segir Benedikt.
Hann segir Íslandsálagið vera barn síns tíma.
...