Björn Bjarnason skrifar um það sem hann kallar undirróður hvalavina og segir að við framkvæmd frjálsra kosninga sé um heim allan varað við erlendri undirróðursstarfsemi í pólitískum tilgangi.
Björn skrifar: „Enn einu sinni eru þjóðkunnir blaðamenn með stuðningi formanns Blaðamannafélags Íslands þátttakendur í samræmdri aðgerð í því skyni að koma pólitísku höggi á þá sem tengjast útgerð í landinu.“
Hann rekur stuttlega þá undarlegu atburðarás sem fólst í lygavef og leynilegri upptöku sonar Jóns Gunnarssonar þingmanns. Þá rifjar hann upp að ráðherrar VG hafi engu skeytt um lög við að hindra hvalveiðar og segir andstæðinga hvalveiða áfram reyna að ná sínu fram, löglega eða ólöglega.
Loks bendir Björn á að með þessari aðgerð gegn Jóni og fjölskyldu hans hafi birst „enn
...