Undanfarna mánuði hafa komið upp nokkur tilfelli bráðrar lifrarbólgu B hér á landi sem tengjast innbyrðis. Rakning bendir til að smit hafi átt sér stað við kynmök. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir hefur hvatt til aukinnar skimunar fyrir lifrarbólgu B …
Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
Undanfarna mánuði hafa komið upp nokkur tilfelli bráðrar lifrarbólgu B hér á landi sem tengjast innbyrðis. Rakning bendir til að smit hafi átt sér stað við kynmök.
Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir hefur hvatt til aukinnar skimunar fyrir lifrarbólgu B við leit að kynsjúkdómum og öðrum blóð- og vessabornum sjúkdómum, svo sem ef einstaklingur greinist með kynsjúkdóm eða óskar eftir rannsókn vegna kynsjúkdóms.
...