Að undanförnu hafa ýmsir flokkar fjallað um mikilvægi þess að hemja verðbólguna enda er há verðbólga afar skaðleg fyrir heimili og fyrirtæki landsins og heldur aftur af uppbyggingu og framförum. Flokkar sem aðhyllast aðild að Evrópusambandinu vilja…
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Að undanförnu hafa ýmsir flokkar fjallað um mikilvægi þess að hemja verðbólguna enda er há verðbólga afar skaðleg fyrir heimili og fyrirtæki landsins og heldur aftur af uppbyggingu og framförum.

Flokkar sem aðhyllast aðild að Evrópusambandinu vilja taka á verðbólgu með því að ganga í ESB og taka svo upp evru. Þeir sem hafa ekki verið sofandi fyrir þróun hnignunarsambands Evrópu á undanförnu árum og áratugum vita að aðild að sambandinu tryggir ekki batnandi lífskjör heldur þvert á móti.

En jafnvel þótt við lítum framhjá hnignandi kjörum íbúa í ESB-löndunum má öllum vera ljóst að aðildarferli og svo upptaka evru tæki aldrei minna en áratug og áður en heimild fengist til að taka upp gjaldmiðilinn þyrfti að vera búið uppfylla ýmis skilyrði, þ.m.t. að ná niður verðbólgu (ýmis ESB-lönd bíða enn).

Við höfum búið

...

Höfundur: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson