Á Íslandi er fyrri kjarasamningur runninn út í 98% tilvika áður en nýr tekur gildi. Óstöðugt efnahagslíf er rót vandans.
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson

Í nágrannalöndum okkar er almenna reglan sú að nýr kjarasamningur er undirritaður áður en sá fyrri fellur úr gildi. Á Íslandi er þetta hlutfall 2%, sem þýðir að fyrri samningur er útrunninn í 98% tilvika áður en nýr er undirritaður. Ef marka má gagnagrunn Ríkissáttasemjara eru 186 kjarasamningar útrunnir þegar þetta er skrifað. Tíminn frá því að fyrri samningur rennur út og þar til nýr tekur við er oft mældur í mánuðum fremur en vikum og í sumum tilfellum líða ár án þess að samningar náist.

Óþægileg óvissa

Óvissan um nýjan kjarasamning skapar erfiðleika fyrir launafólk sem fær ekki launahækkanir og fyrir launagreiðendur sem geta ekki gert áætlanir um þróun launakostnaðar. Alger óvissa er um mögulega afturvirkni launahækkana. Einnig skapa langvinnar kjaraviðræður spennu á vinnustað og í samfélaginu. Ein af ástæðunum fyrir þessari stöðu er mikill fjöldi kjarasamninga á

...