Hið ljúfa líf
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Það er í sjálfu sér ekki skrítið að umfjöllun um ilmi skuli nær alfarið hverfast um það sem er nýtt og spennandi í búðunum. Aldrei hafa ilmhönnuðir verið duglegri við að dæla út áhugaverðum nýjum blöndum og eru neytendur ólmir að fræðast um það sem bæst hefur við úrvalið.
En það nýjasta er ekki alltaf best og stundum getur verið sniðugt að leita aftur til fortíðarinnar. Það er ekki að ástæðulausu að sumir ilmir hafa verið í framleiðslu í marga áratugi og oft að eldri ilmirnir gefa þeim nýju ekkert eftir. Því til viðbótar eru gömlu ilmirnir oft mun ódýrari en þeir nýju enda erfitt fyrir framleiðendurna að réttlæta hátt verð á gamalli vöru sem hvergi er auglýst og fær jafnvel ekki lengur hillupláss í fínum búðum.
...