Nanna Kristín segir húsnæðis- og launakostnað gera innlendum smásölufyrirtækjum erfitt fyrir í samkeppni við erlendar netverslanir.
Nanna Kristín segir húsnæðis- og launakostnað gera innlendum smásölufyrirtækjum erfitt fyrir í samkeppni við erlendar netverslanir. — Morgunblaðið/Karítas

Nanna Kristín tók við sem framkvæmdastjóri hjá Bestseller á Íslandi í byrjun ágúst síðastliðins, en fyrirtækið rekur meðal annars verslanir undir merkjum Selected, Vero Moda, Jack&Jones, Vila, barnafataverslunina Name It og íþróttavöruverslunina Jóa útherja.

Hún segir að það helsta á döfinni hjá Bestseller sé opnun verslana; annars vegar Jóa útherja í Smáralind og hins vegar Selected í Kringlunni á næstu dögum.

Um þessar mundir er Nanna Kristín eins og annað starfsfólk Bestseller í óðaönn að undirbúa jólavertíðina sem hófst með 11.11.-afsláttardeginum. Fram undan eru svo mikilvægustu vikur ársins fyrir smásölufyrirtæki á landinu.

Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin?

Ég myndi segja að helsta áskorunin sem

...