„Það er mikilvægt að hér séu byggð hagkvæm samgöngumannvirki og í þessu máli er nauðsynlegt að hafa í huga að veggjöldin eiga að borga upp kostnaðinn við verkefnið, a.m.k. langstærstan hluta hans,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson,…
Ölfusárbrú Gamla brúin yfir Ölfusá er orðin lúin og annar ekki umferðinni sem um hana fer. Ný brú yfir ána verður greidd upp af veggjöldum.
Ölfusárbrú Gamla brúin yfir Ölfusá er orðin lúin og annar ekki umferðinni sem um hana fer. Ný brú yfir ána verður greidd upp af veggjöldum. — Morgunblaðið/Karítas

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Það er mikilvægt að hér séu byggð hagkvæm samgöngumannvirki og í þessu máli er nauðsynlegt að hafa í huga að veggjöldin eiga að borga upp kostnaðinn við verkefnið, a.m.k. langstærstan hluta hans,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, í samtali við Morgunblaðið.

Stefnt er að því að Alþingi veiti heimild til fjármögnunar nýrrar brúar yfir Ölfusá áður en þingi verður slitið á næstu dögum. Í blaðinu sl. laugardag birtist grein eftir Magnús Rannver Rafnsson þar sem því var haldið fram að lækka mætti byggingarkostnað nýrrar brúar yfir Ölfusá um allt að 7 milljarða króna og stytta framkvæmdatíma verulega með því að leita annarra lausna við hönnun og smíði brúarinnar.

„Ég tek ábendingar Magnúsar

...