Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
„Það er mikilvægt að hér séu byggð hagkvæm samgöngumannvirki og í þessu máli er nauðsynlegt að hafa í huga að veggjöldin eiga að borga upp kostnaðinn við verkefnið, a.m.k. langstærstan hluta hans,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, í samtali við Morgunblaðið.
Stefnt er að því að Alþingi veiti heimild til fjármögnunar nýrrar brúar yfir Ölfusá áður en þingi verður slitið á næstu dögum. Í blaðinu sl. laugardag birtist grein eftir Magnús Rannver Rafnsson þar sem því var haldið fram að lækka mætti byggingarkostnað nýrrar brúar yfir Ölfusá um allt að 7 milljarða króna og stytta framkvæmdatíma verulega með því að leita annarra lausna við hönnun og smíði brúarinnar.
„Ég tek ábendingar Magnúsar
...