”  ...ótakmarkaður verkfallsréttur þeirra sem ábyrgð bera á framfylgd skólaskyldu barna og ungmenna, skarist um of við réttindi barna til náms.

Lögfræði

Birgir Már Björnsson

Hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu og aðjunkt við Háskólann í Reykjavík

Löggjöf á sviði vinnuréttar á sér langa sögu og hefur tekið breytingum samfara þróun íslensks vinnumarkaðar. Meðal réttinda á sviði vinnuréttar er réttur launafólks til að leggja niður störf. Í tengslum við verkfallsrétt hefur löggjafinn leitast við að skilgreina nánar nauðsynlega þjónustu þar sem verkfallsréttur er ekki fyrir hendi eða hann takmarkaður að einhverju leyti. Í lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna eru þannig takmörkuð réttindi opinberra starfsmanna í ríkari mæli en gildir á almennum vinnumarkaði. Lögin tiltaka að heimild til verkfalls gildi m.a. ekki um embættismenn, alþingismenn, starfsmenn dómstóla, tiltekna starfsmenn sveitarfélaga og þá sem starfa við

...