Héraðsdómur Breki Karlsson var mættur til að hlýða á dóminn.
Héraðsdómur Breki Karlsson var mættur til að hlýða á dóminn. — Morgunblaðið/Eyþór

Íslandsbanki var í gær sýknaður af kröfum tveggja lántakenda í Héraðsdómi Reykjaness í vaxtamáli sem varðar skilmála viðskiptabankanna og framkvæmd lána með breytilegum vöxtum sem Neytendasamtökin töldu ekki standast lög.

Höfðu samtökin skipulagt hópmálsókn árið 2021 gegn Landsbankanum, Íslandsbanka og Arion banka og við málarekstur var ákveðið að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins vegna skilmála lánanna þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að skilmálar lána með breytilegum vöxtum á Íslandi væru óskýrir.

Breki Karlsson formaður samtakanna sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði og játti því að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar í stað Landsréttar vegna mikilvægis málsins og þarfar á skjótri niðurstöðu.