Ómar Ívarsson fæddist 15. nóvember 1957. Hann lést 23. október 2024.

Útför hans fór fram 6. nóvember 2024.

Í dag kveðjum við Ómar Ívarsson. Leiðir okkar Ómars lágu fyrst saman þegar ég var við nám í læknisfræði við HÍ en hann kenndi þá geðlæknisfræði. Ómar rak stofu í Lækningu frá stofnun 1998, fyrst meðfram störfum sínum á geðdeild Landspítala en síðustu árin var hann eingöngu starfandi í Lækningu og kynntumst þið þá betur þegar ég hóf störf þar 2012. Við samstarfsfélagarnir hittum hann oft í hádeginu á kaffistofunni og var þá margt skrafað. Ómar var víðlesinn og ávallt tilbúinn með fagleg ráð væri eftir því leitað. Hann var fljótur að tileinka sér tækninýjungar og var farinn að nýta sér Chat GTP löngu áður en við hin vissum um hvað hann var að tala. Áður en hann byrjaði að nýta sér gervigreindina lagði hann þó próf fyrir hana og bað

...