Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fullyrðir að Samfylkingin sé ekki á þeim buxunum að hækka tekjuskatt á einstaklinga. Það gerir hún í nýjasta þætti Spursmála sem aðgengilegur er á mbl.is og öllum helstu hlaðvarpsveitum
Spursmál
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fullyrðir að Samfylkingin sé ekki á þeim buxunum að hækka tekjuskatt á einstaklinga. Það gerir hún í nýjasta þætti Spursmála sem aðgengilegur er á mbl.is og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Þar er hún spurð út í nýleg ummæli sín í viðtali við Frosta Logason í hlaðvarpinu Brotkastinu þar sem hún opnaði á þann möguleika að hækka tekjuskatt, enda væri það skattstofn sem væri mjög stór og gæti með litlum tilfærslum aflað ríkinu gríðarlegra tekna.
„Að benda á hið augljósa“
Orðaskiptin um þetta í Spursmálum urðu eftirfarandi:
Eruð þið ekki
...