Birgir Ármannsson, þingforseti og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lætur senn af þingmennsku eftir rúma tvo áratugi í starfi.
Birgir er gestur 1.000. þáttar Dagmála en í þættinum fer hann meðal annars yfir ferilinn og þingstörfin. Hann segir enn óráðið hvað tekur við en er spenntur fyrir því sem koma skal.
Í viðtalinu rekur Birgir hversu krefjandi tími það var þegar hann bauð sig fyrst fram fyrir kosningar vorið 2003, á sama tíma og hann var í fullu starfi og eignaðist sitt fyrsta barn. Eftir fæðingu barnsins heilsaðist móður og barni ekki vel og þurftu því að dvelja á spítala.
„Ég svaf á lazy boy-stól inni á kvennadeild til að geta verið með þeim, en var svo mættur á vinnustaðafund morguninn eftir,“ segir hann og bætir við að hann hefði ekki komist í gegnum þetta án hjálpar vina og ættingja. » 4