Segja má að mörg sveitarfélög hafi í gegnum hækkandi húsnæðisverð fengið nokkuð frítt spil í skattahækkunum á liðnum árum. Það á ekki við í Kópavogi.
Ásdís Kristjánsdóttir
Ásdís Kristjánsdóttir

Ásdís Kristjánsdóttir

Stjórnmálamenn stíga margir hverjir fram þessa dagana með háleitar hugmyndir um aukin útgjöld til alls kyns verkefna, útgjöld sem á að fjármagna úr vösum skattgreiðenda með einum eða öðrum hætti. Við skulum muna að það er pólitísk ákvörðun að ætla heimilum og fyrirtækjum að greiða hærri skatta.

Húsnæðismál hafa verið fyrirferðarmikil í umræðu undanfarnar vikur. Það kemur ekki á óvart enda eitt stærsta hagsmunamál heimila að til sé húsnæði sem mætir þeirra þörfum. Sá framboðsskortur sem ríkt hefur á höfuðborgarsvæðinu svo árum skiptir kemur fram í hækkandi húsnæðisverði, aukinni verðbólgu og hærri vöxtum – allt á kostnað heimilanna.

Það gleymist stundum í umræðunni að hækkandi húsnæðisverð felur alla jafna í sér hærri fasteignagjöld. Með einföldum hætti má segja að

...