Sunna Sigurðardóttir
Fyrir hverjar kosningar tek ég mér tíma til að skoða frambjóðendur og fara yfir stefnumál stjórnmálaflokkanna. Mannauður okkar Íslendinga er mikill og frambærilegir einstaklingar eru á öllum listum en auðvitað ólíkar áherslur og hugmyndafræði á milli flokka.
Í gegnum tíðina hef ég séð mig sem frjálslynda hægri manneskju, ég er hlynnt því að einstaklingar geti blómstrað í því sem þeir taka sér fyrir hendur og fengið stuðning til þess, sama hver bakgrunnurinn er. Mér finnst líka að skattlagning eigi að vera í hófi til að hún dragi ekki úr frumkvæði og krafti í nýsköpun og atvinnulífi, heldur styðji við það. Hæfileg og rétt framkvæmd skattlagning er samt nauðsynleg til þess að við getum rekið velferðarsamfélag þar sem við höfum aðgang að fyrsta flokks menntun og heilbrigðisþjónustu líkt og er hér á Íslandi. En eins og á öllum
...