Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, tilkynnti 18 manna leikmannahóp sinn sem tekur þátt á EM 2024, sem fer fram í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss frá 28. nóvember til 15
Evrópumót Arnar Pétursson landsliðsþjálfari tilkynnir lokahópinn á fréttamannafundi í höfuðstöðvum Icelandair.
Evrópumót Arnar Pétursson landsliðsþjálfari tilkynnir lokahópinn á fréttamannafundi í höfuðstöðvum Icelandair. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

EM 2024

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, tilkynnti 18 manna leikmannahóp sinn sem tekur þátt á EM 2024, sem fer fram í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss frá 28. nóvember til 15. desember, í höfuðstöðvum Icelandair á Reykjavíkurflugvelli í gær.

Ísland er í F-riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu og verður riðillinn leikinn í Innsbruck í Austurríki. 24 lið taka þátt á mótinu þar sem tvö efri liðin í sex riðlum tryggja sér sæti í milliriðli en neðri tvö falla úr leik; liðin sem komast ekki áfram leika ekki um sæti.

Ísland mætir Hollandi 29. nóvember, Úkraínu 1. desember og Þýskalandi 3. desember.

...