Silja Björk Huldudóttir
Familier som vores, eða Fjölskyldur eins og okkar, nefnist ný sjö þátta sjónvarpssería sem hóf göngu sína á TV2 í Danmörku í seinasta mánuði við góðar viðtökur þar í landi. Óskarsverðlaunahafinn Thomas Vinterberg skrifar og leikstýrir seríunni sem gerist í nálægri framtíð þar sem ljóst er orðið að allir íbúar Danmerkur þurfa að yfirgefa landið til frambúðar sökum þess að það er að sökkva í sæ vegna afleiðinga loftslagsbreytinga af manna völdum.
Í forgrunni er unglingsstúlkan Laura (Amaryllis August) sem þarf að velja milli þess að fylgja föður sínum (Nikolaj Lie Kaas) til Frakklands, móður sinni (Paprika Steen) til Rúmeníu eða nýja kærastanum (Albert Rudbeck Lindhardt) til Finnlands, en aðeins efnameira fólk hefur raunverulegt val um það hvert það getur farið til að hefja nýtt líf meðan þorri almennings þarf að
...