Kristrún Frostadóttir
Kristrún Frostadóttir

Athygli vekur hve hratt Samfylkingin hleypur þessa dagana frá þeim sjónarmiðum sem formaður hennar og frambjóðendur hafa kynnt til þessa um áformaðar tekjuskattshækkanir. Í hlaðvarpi í ágúst, áður en boðað var til kosninga, sagði Kristrún Frostadóttir formaður að litlu skattstofnarnir dygðu ekki til að stoppa upp í gatið sem útgjaldaáform flokksins sköpuðu. Hún sagði að horfa þyrfti til stóru skattstofnanna og nefndi tekjuskattinn sérstaklega í því sambandi.

Á sömu nótum talaði frambjóðandi flokksins og formaður framkvæmdastjórnar, Guðmundur Ari Sigurjónsson, sem sagðist ítrekað hafa lagt til hækkun útsvars á Seltjarnarnesi, þar sem hann situr í bæjarstjórn, og að hann sæi engan mun á því og tekjuskattinum til ríkisins.

Síðan hefur komið fram hjá oddvitanum Jóhanni Páli Jóhannssyni að það væru röng skilaboð inn í kosningabaráttuna að

...