Húsnæðisskorturinn er í eðli sínu framboðsvandi, sem verður ekki leystur með miðstýringu vinstriflokkanna heldur með stórauknu lóðaframboði.
Kjartan Magnússon
Eðlilegt er að húsnæðisskorturinn sé eitt helsta mál kosningabaráttunnar. Vegna mikillar hækkunar á húsnæðisverði hefur margt fólk ekki efni á að eignast eigin íbúð þótt það helst vildi. Þess í stað neyðist það til að leigja á afarkjörum eða búa í foreldrahúsum lengur en góðu hófi gegnir.
Samspil framboðs og eftirspurnar er eitt af grundvallarlögmálum hagfræðinnar. Ef eftirspurn eftir húsnæði er meiri en sem nemur framboði á því hækkar verðið.
Á undanförnum fimm árum hefur vísitala húsnæðisverðs hækkað um rúmlega 70%. Slíkar hækkanir eru vitnisburður um mikla öfugþróun á húsnæðismarkaði, ekki síst gagnvart ungu fólki.
Framboð og eftirspurn
Stórfelldar hækkanir á húsnæðisverði í Reykjavík má rekja
...