Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum sl. föstudag tillögu matvælaráðherra um skipun starfshóps til að fara yfir tjón bænda vegna óvanalegs veðurfars fyrr á árinu og gera tillögur um útfærslu og umfang stuðningsaðgerða
Búsifjar Meginverkefni starfshópsins er að gera tillögur um stuðning.
Búsifjar Meginverkefni starfshópsins er að gera tillögur um stuðning. — Ljósmynd/Dúi Landmark

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum sl. föstudag tillögu matvælaráðherra um skipun starfshóps til að fara yfir tjón bænda vegna óvanalegs veðurfars fyrr á árinu og gera tillögur um útfærslu og umfang stuðningsaðgerða.

Viðbragðshópur tók til starfa í júní og hefur skráð umfang tjóns bænda umfram það sem núverandi kerfi gera ráð fyrir að styðja við. Alls var skráð tjón á 375 búum, flestum á Norðurlandi. Er þar um að ræða tjón á búfénaði og uppskeru, afurðatap og kostnað við endursáningu.

Meginverkefni starfshópsins

...