Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur hafnað beiðni um útlitsbreytingu á Sjávarútvegshúsinu sem stendur við Skúlagötu 4. Fyrir fund skipulagsfulltrúa var lögð fram beiðni Yrkis arkitekta ehf. um að fá að klæða bygginguna að utan með hvítri loftræstri ál- eða steinklæðningu
Sjávarútvegshúsið Ekki fékkst leyfi hjá borginni til að klæða húsið með hvítri loftræstri ál- eða steinklæðningu.
Sjávarútvegshúsið Ekki fékkst leyfi hjá borginni til að klæða húsið með hvítri loftræstri ál- eða steinklæðningu. — Morgunblaðið/Arnþór

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur hafnað beiðni um útlitsbreytingu á Sjávarútvegshúsinu sem stendur við Skúlagötu 4.

Fyrir fund skipulagsfulltrúa var lögð fram beiðni Yrkis arkitekta ehf. um að fá að klæða bygginguna að utan með hvítri loftræstri ál- eða steinklæðningu. Húsið er í dag múrklætt.

Fram kemur í umsögn verkefnisstjóra skipulagsfulltrúa að innan Hringbrautar sé í aðalskipulagi skilgreind svokölluð hverfisvernd.

Markmið hverfisverndar er að varðveita og styrkja heildaryfirbragð gamla bæjarins sem gerir hann að einstökum og eftirsóknarverðum stað í alþjóðlegu samhengi. Einnig að varðveita og styrkja söguleg og fagurfræðileg einkenni.

...