Verið er að rífa eldri byggingar Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Ármúla í Reykjavík og hverfur með því eitt helsta kennileitið í Múlunum. Fyrrverandi höfuðstöðvar Rafmagnsveitunnar við Suðurlandsbraut verða hins vegar endurgerðar
Loftmynd Byggingar Rafmagnsveitunnar við Suðurlandsbraut á fyrri árum. Hús hafa vikið fyrir þéttingu byggðar.
Loftmynd Byggingar Rafmagnsveitunnar við Suðurlandsbraut á fyrri árum. Hús hafa vikið fyrir þéttingu byggðar. — Ljósmynd/www.mats.is

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Verið er að rífa eldri byggingar Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Ármúla í Reykjavík og hverfur með því eitt helsta kennileitið í Múlunum. Fyrrverandi höfuðstöðvar Rafmagnsveitunnar við Suðurlandsbraut verða hins vegar endurgerðar.

Byggingin í Ármúla 31 var reist á árunum 1970-1972 en byggingin við Suðurlandsbraut á árunum 1980-1984.

Athafnasvæði Rafmagnsveitunnar myndaði gróið og samfellt svæði eins og sýnt er á loftmynd hér til hliðar. Svæðið hefur verið endurskipulagt og verður byggingin við Suðurlandsbraut hluti af 436 íbúða hverfi. Búið er að selja ríflega helming íbúða í fyrsta fjölbýlishúsinu en það næsta kemur í sölu á næsta ári.

Fjallað var um áðurnefndar

...