Rósa Sigrún Jónsdóttir (1962) Um fegurðina, 2003 Vídeó, 7.30 mín.
Rósa Sigrún Jónsdóttir (1962) Um fegurðina, 2003 Vídeó, 7.30 mín.

Íslenskt handverk eins og hekl, prjón og útsaumur hefur einkennt verk Rósu Sigrúnar Jónsdóttur allt frá útskrift úr Listaháskóla Íslands árið 2001.

Verk hennar hafa vakið athygli fyrir nýstárlega framsetningu handverksins sem á svo sterkar rætur í menningarheimi kvenna. Hún hefur meðal annars sett upp stórar textílinnsetningar byggðar upp af hekli og prjóni sem teygja sig út í rýmið og reyna þannig á þanþol þráðarins. Vinnan við handverkið er seinleg og Rósa hefur því fengið hóp handverkskvenna til liðs við sig við gerð stærri verka. „Það er eitthvað við handavinnu sem nær tökum á mér, hendurnar verða háðar henni og höfuðið finnur ekki frið nema eitthvað sé í gangi milli handanna,“ er haft eftir Rósu (Vikublaðið, 12. janúar 2015).

Á ferðum sínum um hálendi Íslands safnar hún gjarnan hugmyndum og efniviði í verk

...