60 ára Svanur er Breiðhyltingur og býr þar. Hann er bakarameistari að mennt og matsveinn og er þjónustustjóri hjá Bako Verslunartækni. Hann er að setja á laggirnar eigið fyrirtæki, Myrkvun.is sem selur myrkvunargardínur. Svanur er í Karlakór Grafarvogs og áhugamálin eru útivera, m.a. stangveiði og skíði. Svo spilar hann á gítar og semur tónlist.
Fjölskylda Börn Svans eru Ísak Gunnarsson, stjúpsonur, f. 1986, Sævar Ingi, f. 1992, Laufey Björk, f. 1993, Róbert, f. 1997, og Bjarni Dagur, f. 2003. Barnabörnin eru orðin fjögur. Foreldrar Svans eru Laufey Maggý Magnúsdóttir, f. 2.12. 1944, og Kristján Jónatan Óskarsson, f. 13.9. 1944, búsett í Breiðholti. Þau ætla ásamt Svani að halda sameiginlega stórafmælisveislu í Mörkinni 6 á laugardaginn.