Gert er ráð fyrir rösklega 500 millj. kr. afgangi af rekstri samstæðu Vestmannaeyjabæjar á næsta ári, skv. þeim drögum að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár sem rædd voru á dögunum í bæjarstjórn. A-hluti bæjarsjóðs verður á næsta ári rekinn í 300 millj. kr. plús gangi áætlunin eftir.
Í Eyjum er gert er ráð fyrir sömu útsvarsprósentu milli ára, 14,91%, en álagsprósenta fasteignaskatts á bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði verður lækkuð, skv. því ferli sem gilt hefur síðustu ár.
Haldið verður áfram að deiliskipuleggja ný hverfi og fjármagni veitt m.a. til umhverfismála, uppbyggingar leikvalla og skólalóða, aðgengismála, orkuskipta hafnarinnar. Almennt er þó gert ráð fyrir að fara í færri framkvæmdir en verið hefur. Þá verður þungi settur í velferðarmál, svo sem að efla skólastarf.