Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar ekki að svo stöddu njósnir erlends fyrirtækis um son Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, en segist ætla að kanna málsatvik.
Ísraelska njósnafyrirtækið Black Cube var, að sögn Jóns Gunnarssonar, ráðið til að afla gagna um hann í tengslum við hvalveiðar og tók upp samræður við son Jóns, sem Heimildin gerði sér svo mat úr. Þar sagði Gunnar Bergmann, sonur Jóns, að Jón hefði tekið 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að hann kæmist í aðstöðu til að afgreiða hvalveiðileyfi. Jón hefur vísað þessu alfarið á bug.
„Embættið er ekki með umrætt mál til rannsóknar en mun kanna málsatvik er varða meinta háttsemi erlends fyrirtækis,“ skrifar Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri embættis ríkislögreglustjóra, í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins. Þar fengust
...