Gleðin endurspeglaðist í andlitum rúmlega 100 barna með fötlun á grunnskólaaldri sem þátt tóku í Allir með leikunum á laugardag. Leikarnir tókust ótrúlega vel enda tilganginum náð; að þátttakendur njóti þess að taka þátt í viðburðinum og hlakki til að taka þátt í þeim næsta.
Á Allir með leikunum fengu allir þátttakendur tækifæri til að prófa fimm íþróttagreinar. Í boði voru fimleikar, frjálsar íþróttir, knattspyrna, körfubolti og handbolti en sérsambönd hverrar greinar sjá um framkvæmdina. Fyrstu fjórar greinarnar fóru fram í Höllinni og frjálsíþróttahöllinni og þar héldu Íþróttaálfurinn, Solla stirða og Halla úr Latabæ uppi góðri stemningu.
Allir með er verkefni íþróttahreyfingarinnar sem hefur að markmiði að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn í íþróttum um allt land. Árið 2023 styrktu mennta- og barnamálaráðuneytið, félags-
...