„Það var líf og fjör þegar Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, mætti í Bráðavaktina hjá Evu Ruzu og Hjálmari Erni. Gauti fór um víðan völl í viðtalinu og kynnti nýjustu afurðir sínar – þar á meðal ný spil sem hafa vakið…
Hreinskilni Emmsjé Gauti leggur mikla áherslu á hreinskilni og samkennd í samskiptum og viðskiptum.
Hreinskilni Emmsjé Gauti leggur mikla áherslu á hreinskilni og samkennd í samskiptum og viðskiptum. — Morgunblaðið/Ásdís

Rósa Margrét Tryggvadóttir

rosa@mbl.is

„Það var líf og fjör þegar Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, mætti í Bráðavaktina hjá Evu Ruzu og Hjálmari Erni. Gauti fór um víðan völl í viðtalinu og kynnti nýjustu afurðir sínar – þar á meðal ný spil sem hafa vakið athygli og nýtt lag sem hann samdi með grunnskólabörnum í samstarfi við verkefnið Málæði, sem hefur það markmið að hvetja unglinga til að leika sér með íslenskuna.

Læti, Blæti og „spilasessíon“ í beinni

Gauti kynnti nýjustu útgáfuna af spilinu Læti, sem sló í gegn á síðasta ári, ásamt nýju spili sem hann kallar Blæti – töluvert dónalegri útgáfu.

Gauti varaði hlustendur við áður en Eva og Hjálmar hófu að prófa spilið í

...