Diljá Mist Einarsdóttir
Við sjálfstæðismenn leggjum áherslu á heilbrigðiskerfi sem þjónar sjúklingum út frá þörfum þeirra. Heilbrigðisþjónusta á að vera veitt tímanlega og öllum aðgengileg óháð efnahag. Til þess að ná þessum markmiðum vill Sjálfstæðisflokkurinn auka nýsköpun í heilbrigðiskerfinu og nýta fjölbreytt rekstrarform.
Höfnum tvöföldu heilbrigðiskerfi
Þrátt fyrir gríðarlega aukningu fjármuna til heilbrigðismála hefur bið eftir ýmissi heilbrigðisþjónustu verið gersamlega óviðunandi. Viðvarandi biðlistavandi hefur verið m.a. eftir liðskiptum, og tíðkast hefur að sjúklingar séu sendir út fyrir landsteinana í aðgerðir og margfaldur kostnaður greiddur af ríkinu. Aðrir hafa farið á eigin vegum og sjálfir greitt fyrir aðgerðir, jafnt erlendis og hérlendis. Augljós lausn á útbreiddum biðlistavanda heilbrigðiskerfisins er
...